Orðskviðirnir 8:1–36

  • Viskan tekur til máls (1–36)

    • ‚Ég er fyrsta verk Guðs‘ (22)

    • ‚Sem listasmiður við hlið Guðs‘ (30)

    • ‚Ég hafði yndi af mönnunum‘ (31)

8  Hrópar ekki viskan? Lætur skynsemin ekki í sér heyra?   Hún tekur sér stöðu á hæðunum við veginn,þar sem göturnar mætast.   Við hliðin inn í borgina,þar sem gengið er inn um dyrnar,kallar hún hátt:   „Ég hrópa til ykkar mannanna,beini orðum mínum til allra.*   Þið óreyndu, þroskið með ykkur dómgreind,og þið heimskingjar, öðlist viturt hjarta.   Hlustið, því að það sem ég segi er mikilvægt,varir mínar tala um það sem er rétt.   Munnur minn fer með sannleikaog varir mínar hafa andstyggð á hinu illa.   Öll orð mín eru réttlát,ekkert þeirra er svikult eða spillt.   Þau eru öll auðskilin þeim sem býr yfir skilningiog rétt í augum þeirra sem hafa fundið þekkingu. 10  Veljið aga minn fram yfir silfurog þekkingu fram yfir skíragull 11  því að viska er betri en kóralar*og engir dýrgripir jafnast á við hana. 12  Ég, viskan, bý með skynseminni,ég hef fundið þekkingu og skarpskyggni. 13  Að óttast* Jehóva merkir að hata hið illa. Ég hata sjálfumgleði og stolt, veg vonskunnar og munn sem fer með ósannindi. 14  Ég bý yfir góðum ráðum og dómgreind,hjá mér er skilningur og máttur. 15  Með minni hjálp ríkja konungarog valdamenn gefa út réttlátar tilskipanir. 16  Með minni hjálp stjórna höfðingjarog tignarmenn dæma af réttlæti. 17  Ég elska þá sem elska migog þeir sem leita mín finna mig. 18  Hjá mér eru auðæfi og heiður,ævarandi ríkidæmi og réttlæti. 19  Ávöxtur minn er betri en gull, já, skíragull,og afrakstur minn betri en eðalsilfur. 20  Ég geng á vegi réttlætisins,á miðjum stígum réttvísinnar. 21  Ég gef þeim ríkulegan arf sem elska migog fylli forðabúr þeirra. 22  Jehóva skapaði mig á undan öllu öðru,fyrir óralöngu var ég fyrsta verk hans. 23  Ég fékk stöðu mína endur fyrir löngu,í upphafi, áður en jörðin varð til. 24  Þegar ég fæddist voru hafdjúpin ekki tilog engar vatnsríkar lindir. 25  Ég fæddist á undan hæðunum,áður en fjöllunum var komið fyrir, 26  þegar hann hafði enn ekki skapað jörðina og slétturnarog fyrstu moldarköggla hennar. 27  Þegar hann gerði himininn var ég þar. Þegar hann merkti sjóndeildarhringinn* á yfirborð hafsins, 28  þegar hann festi skýin á himni,þegar hann fyllti uppsprettur djúpsins, 29  þegar hann setti hafinu mörktil að vötnin færu ekki lengra en hann skipaði,þegar hann lagði* grundvöll jarðar, 30  þá var ég við hlið hans sem listasmiður. Ég var honum yndisauki alla dagaog gladdist frammi fyrir honum öllum stundum. 31  Ég gladdist yfir jörðinni sem hann gerði byggilegaog ég hafði sérstakt yndi af mönnunum.* 32  Hlustið því á mig, synir mínir. Þeir sem fylgja vegum mínum eru hamingjusamir. 33  Hlustið á aga, þá verðið þið vitrir. Hafnið honum aldrei. 34  Sá sem hlustar á mig er hamingjusamur,sá sem kemur snemma að dyrum mínum* dag eftir dagog bíður við dyrastafi mína, 35  því að sá sem finnur mig finnur lífiðog hlýtur velþóknun Jehóva. 36  En sá sem hunsar mig skaðar sjálfan sig. Þeir sem hata mig elska dauðann.“

Neðanmáls

Orðrétt „mannssonanna“.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „hring“.
Eða „ákvað“.
Orðrétt „mannssonunum“.
Eða „vakir við dyr mínar“.