Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 01

Hvernig getur Biblían gagnast þér?

Hvernig getur Biblían gagnast þér?

Flest höfum við spurningar um lífið, þjáningar, dauðann og framtíðina. Við þurfum líka að hugsa um dagleg mál eins og að sjá fyrir okkur og huga að hamingju fjölskyldunnar. Margir hafa komist að því að Biblían svarar ekki bara stóru spurningunum í lífinu heldur gefur hún einnig hagnýt ráð fyrir daglegt líf. Heldur þú að Biblían geti gagnast einhverjum sem þú þekkir?

1. Hvaða spurningum svarar Biblían meðal annars?

Biblían svarar þessum mikilvægu spurningum: Hvernig hófst lífið? Hver er tilgangur lífsins? Hvers vegna þjáist saklaust fólk? Hvað gerist við dauðann? Hvers vegna er svona mikið um stríð ef allir vilja frið? Hvað verður um jörðina í framtíðinni? Í Biblíunni erum við hvött til að leita svara við slíkum spurningum og milljónum manna hefur fundist svör hennar fullnægjandi.

2. Hvernig getur Biblían hjálpað okkur að njóta daglegs lífs?

Biblían gefur okkur góð ráð. Hún kennir til dæmis fjölskyldum hvernig þær geti notið sannrar hamingju. Hún gefur ráð um hvernig hægt sé að takast á við streitu og hvernig hægt sé að hafa gaman af vinnunni. Þegar við ræðum þetta námsefni saman kemstu að því sem Biblían segir um þessi mál og mörg önnur. Þú gætir orðið sammála því að „öll Ritningin [Biblían í heild] er … gagnleg“. – 2. Tímóteusarbréf 3:16.

Þetta rit kemur ekki í staðinn fyrir Biblíuna. Öllu heldur hvetur það þig til að kynna þér hana. Við hvetjum þig þess vegna til að lesa biblíuversin sem vísað er í og bera þau saman við það sem þú ert að læra.

KAFAÐU DÝPRA

Kynntu þér hvernig Biblían hefur gagnast öðrum, hvernig þú getur haft ánægju af að lesa hana og hvers vegna það er gott að fá aðstoð við að skilja hana.

3. Biblían getur leiðbeint okkur

Biblían er eins og skært ljós. Hún getur hjálpað okkur að taka góðar ákvarðanir og sýnt okkur hvað er fram undan.

Lesið Sálm 119:105 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvernig leit ritari þessa sálms á Biblíuna?

  • Hvernig lítur þú á Biblíuna?

4. Biblían getur svarað spurningum okkar

Kona nokkur komst að því að Biblían svaraði spurningum sem hún hafði velt fyrir sér í mörg ár. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvaða spurningar hafði konan í myndbandinu?

  • Hvaða gagn hafði hún af því að kynna sér Biblíuna?

Biblían hvetur okkur til að spyrja spurninga. Lesið Matteus 7:7 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvaða spurningum myndir þú vilja fá svör Biblíunnar við?

5. Þú getur haft ánægju af að lesa Biblíuna

Margir hafa bæði ánægju og gagn af því að lesa Biblíuna. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað fannst unga fólkinu í myndbandinu um lestur almennt?

  • Hvers vegna lítur þetta unga fólk öðruvísi á biblíulestur?

Biblían segist geta gefið leiðbeiningar sem veita okkur huggun og von. Lesið Rómverjabréfið 15:4 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Vekja loforð Biblíunnar um huggun og von áhuga þinn?

6. Við getum fengið aðstoð við að skilja Biblíuna

Mörgum hefur fundist gagnlegt að ræða efni Biblíunnar við aðra auk þess að lesa hana sjálfir. Lesið Postulasöguna 8:26–31 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

Eþíópíski maðurinn þurfti aðstoð við að skilja Ritningarnar. Mörgum nú á dögum finnst gagnlegt að ræða efni Biblíunnar við aðra.

SUMIR SEGJA: „Það er tímasóun að kynna sér Biblíuna.“

  • Hvað myndir þú segja við því? Hvers vegna myndirðu segja það?

SAMANTEKT

Biblían gefur leiðbeiningar fyrir daglegt líf, svarar mikilvægum spurningum og veitir fólki huggun og von.

Upprifjun

  • Hvaða leiðbeiningar finnum við í Biblíunni?

  • Hvaða spurningum svarar Biblían meðal annars?

  • Hvað langar þig að læra af Biblíunni?

Markmið

KANNAÐU

Skoðaðu hvernig ráð Biblíunnar hafa hagnýtt gildi nú á dögum.

„Viska Biblíunnar er sígild“ (Varðturninn nr. 1 2018)

Sjáðu hvernig Biblían hjálpaði manni sem barðist við erfiðar tilfinningar allt frá barnæsku.

Nýr og hamingjuríkur kafli hófst í lífi mínu (2:53)

Lestu hagnýt ráð Biblíunnar fyrir fjölskyldur.

„Hvað einkennir farsælar fjölskyldur?“ (Vaknið! nr. 2 2018)

Kynntu þér hvernig Biblían leiðréttir algengan misskilning um það hver stjórnar heiminum.

Hvers vegna ættum við að kynna okkur Biblíuna? – lengri útgáfa (3:14)