Hoppa beint í efnið

Taka þjáningar einhvern tíma enda?

Taka þjáningar einhvern tíma enda?

Finnst þér það líklegt?

  • Nei

  • Kannski

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

„Guð ... mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauðinn verður ekki til framar. Engin sorg, angistaróp né kvöl verður heldur til.“ – Opinberunarbókin 21:3, 4, Nýheimsþýðingin.

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ FYRIR ÞIG?

Það staðfestir að erfiðleikar okkar séu ekki Guði að kenna. – Jakobsbréfið 1:13.

Það er hughreystandi að vita að Guð finnur til með okkur þegar við þjáumst. – Sakaría 2:12.

Það veitir von um að allar þjáningar muni taka enda. – Sálmur 37:9–11.

ER HÆGT AÐ TREYSTA ÞVÍ SEM BIBLÍAN SEGIR?

Já, og ástæðurnar eru að minnsta kosti tvær:

  • Guð hatar þjáningar og óréttlæti. Hvernig leið Jehóva Guði þegar þjónar hans á biblíutímanum sættu kúgun og illri meðferð? Í Biblíunni segir að hann hafi kennt í brjósti um þá þegar þeir „kveinuðu undan kúgurum sínum og kvölurum“. – Dómarabókin 2:18, Biblían 2010.

    Guð hefur óbeit á þeim sem gera öðrum illt. Til dæmis segir í Biblíunni að hann hafi andstyggð á ,höndum sem úthella saklausu blóði‘. – Orðskviðirnir 6:16, 17.

  • Guði er annt um hvert og eitt okkar. Hver einasti maður „þekkir kvöl hjarta síns og neyð“ og Jehóva skilur hvernig honum líður. – 2. Kroníkubók 6:29, 30.

    Jehóva bindur bráðlega enda á þjáningar allra manna fyrir atbeina ríkis síns. (Matteus 6:9, 10) Þangað til hughreystir hann blíðlega þá sem leita til hans í einlægni. – Postulasagan 17:27; 2. Korintubréf 1:3, 4.

TIL UMHUGSUNAR

Hvers vegna leyfir Guð þjáningar?

Svar Biblíunnar er að finna í RÓMVERJABRÉFINU 5:12 og 2. PÉTURSBRÉFI 3:9.