Hoppa beint í efnið

Flóttafólki í Mið-Evrópu veitt hjálp

Flóttafólki í Mið-Evrópu veitt hjálp

Mikill fjöldi flóttafólks frá Afríku, Mið-Austurlöndum og Suður-Asíu hefur streymt til Evrópu á undanförnum árum. Opinberar stofnanir ásamt sjálfboðaliðum á svæðinu hafa unnið við að útvega mat, húsaskjól og heilbrigðisþjónustu fyrir flóttafólkið.

Flóttafólk þarf að sjálfsögðu aðstoð á fleiri sviðum. Margir þjást af áfallastreitu og þurfa á huggun og von að halda. Vottar Jehóva í Mið-Evrópu leggja sig fram um að koma til móts við þessa þörf með því að hlusta á flóttafólkið og segja því frá hughreystandi boðskap Biblíunnar.

Huggun sem Biblían veitir

Frá því í ágúst 2015 hafa vottar frá meira en 300 söfnuðum í Austurríki og Þýskalandi gert sérstakt átak til að veita flóttafólki huggun. Þeir hafa tekið eftir að flóttafólkið kann sérstaklega að meta að ræða um svör Biblíunnar við eftirfarandi spurningum:

Á tímabilinu ágúst til október 2015 pöntuðu vottarnir á svæðinu meira en fjögur tonn af biblíutengdum ritum frá deildarskrifstofunni í Mið-Evrópu og buðu flóttafólkinu án endurgjalds.

Að rjúfa tungumálamúrinn

Margt flóttafólk talar einungis móðurmál sitt. Vottarnir nota því jw.org vefsetrið sem hefur að geyma greinar og myndskeið á hundruðum tungumála. „Stundum notum við látbragð, myndir eða teikningar“, segja Matthias og Petra sem eru sjálfboðaliðar í Erfur í Þýskalandi. Þau nota einnig JW Language sem er app til að læra tungumál og kemur að góðum notum við að koma boðskap Biblíunnar á framfæri á móðurmáli flóttafólksins. Aðrir nota JW Library appið, sem er til á fjölda tungumála, til að lesa biblíuvers og sýna myndskeið.

Frábær viðbrögð

„Hópur fólks umkringdi okkur“, segja hjón frá Schweinfurt í Þýskalandi sem eru vottar. „Á innan við tveimur og hálfum tíma þáði flóttafólkið um 360 rit hjá okkur. Nokkrir hneigðu höfuðið til að sýna þakklæti.“ „Það gleður flóttafólkið að einhver skuli sýna því áhuga“, segir Wolfgang sem er sjálfboðaliði í Diez í Þýskalandi. „Stundum biður flóttafólkið um rit á fimm eða sex tungumálum.“

Margir fara að lesa ritin strax en sumir koma aftur til að þakka vottunum. „Tveir ungir menn fengu nokkur rit“, segir Ilonca sem er vottur í Berlin í Þýskalandi. „Hálfri klukkustund síðar komu þeir aftur með brauð til að gefa okkur. Þeir afsökuðu sig fyrir að hafa ekkert annað til sýna þakklæti sitt.“

„Takk fyrir. Takk kærlega fyrir.“

Starfsfólk í félagsþjónustu, yfirvöld og nágrannar kunna að meta sjálfboðastarf vottanna. „Takk fyrir“ sagði félagsráðgjafi sem annast 300 flóttamenn. „Takk kærlega fyrir að láta ykkur svona annt um erlenda ríkisborgara“. Annar félagsráðgjafi í flóttamannabúðum sagði vottunum að það væri mjög gott að gefa flóttafólkinu eitthvað þýðingarmikið að lesa á þeirra eigin tungumáli ,þar sem lífið í flóttamannabúðunum snýst einvörðungu um þrjár máltíðir dagsins‘.

Marion og eiginmaður hennar, Stefan, sem búa í Austurríki útskýrðu sjálfboðastarf sitt fyrir tveimur lögreglumönnum sem komu í eftirlitsferð. Lögreglumennirnir þökkuð þeim fyrir og báðu um tvær bækur. „Lögreglan hrósaði okkur aftur og aftur fyrir starf okkar“, segir Marion.

Kona í Austurríki sem kemur reglulega með gjafir í flóttamannabúðir tók eftir því að vottarnir buðu flóttafólkinu aðstoð sína sama hvernig viðraði. Dag einn sagði hún við vottana: „Flóttafólkið þarf sannarlega á efnislegri hjálp að halda. En helst af öllu vantar það von. Og það er einmitt það sem þið gefið því.“