Hoppa beint í efnið

Þýðingar á táknmálið í Quebec í Kanada mæta þörf

Þýðingar á táknmálið í Quebec í Kanada mæta þörf

Á frönskumælandi svæðum í Austur-Kanada nota flestir heyrnarlausir táknmálið í Quebec (LSQ). * Þar sem heyrnarlausir eru ekki fleiri en 6000 á þessum svæðum eru fá rit gefin út á LSQ. En Vottar Jehóva hafa nýlega gert átak og gefið út vandað efni á LSQ endurgjaldslaust til að hjálpa fólki að skilja Biblíuna.

Til að skilja hversu mikilvægt þetta þýðingarátak er skulum við skoða reynslu Marcels. Hann fæddist árið 1941 í fylkinu Quebec í Kanada. Tveggja ára fékk hann heilahimnubólgu og missti heyrnina. „Þegar ég var níu ára fór ég í skóla fyrir heyrnarlausa og lærði þar LSQ,“ segir Marcel. „Þótt það væru til nokkrar bækur sem kenndu grunn í táknmáli voru ekki til nein rit á táknmáli.“

Hvers vegna er mikilvægt að gefa út rit á LSQ? Marcel svarar: „Heyrnarlausum er mikið í mun að fá upplýsingar á því tungumáli sem þeir geta skilið almennilega í stað þess að þurfa kljást við tungumálaörðugleika. Án efnis á LSQ verðum við að reiða okkur á raddmál og förum á mis við mikið.“

Til að koma til móts við þarfir Marcels og annarra heyrnarlausra, sem nota LSQ, gáfu Vottar Jehóva út fyrsta ritið á LSQ árið 2005. Nýlega stækkuðu þeir þýðingastofu sína í Montreal í Quebec. Núna eru sjö starfsmenn þar í fullu starfi og rúmlega tíu í hlutastarfi. Þrjú þýðingateymi hafa tvö vel útbúin upptökuver á staðnum til að taka upp myndbönd á LSQ.

Þeir sem tala LSQ kunna vel að meta gæði ritanna sem Vottar Jehóva gefa út. Stéphan Jacques, aðstoðarformaður Association des Sourds de l’Estrie, * segir: „Mér finnst þeir gefa út mjög gott efni. Táknin eru skýr og svipbrigðin falleg. Ég kann líka að meta hvað fólkið í myndskeiðunum er vel til fara.“

Varðturninn, tímarit sem er notað vikulega á samkomum Votta Jehóva um allan heim, er nú fáanlegur á LSQ. Tvöhundruð og tuttugu vottar Jehóva sækja ásamt öðrum samkomur á LSQ í sjö söfnuðum og hópum í Quebec. * Að auki gefa vottarnir út stöðugt fleiri myndskeið á LSQ á netinu, þar á meðal uppbyggjandi söngva sem eru byggðir á Biblíunni.

Marcel, sem áður er getið, er himinlifandi að hafa aðgang að meira efni á LSQ. Hann kann sérstaklega að meta það sem Vottar Jehóva hafa gefið út. „Það er svo mikil blessun að sjá öll þessi LSQ myndskeið á jw.org,“ segir hann. „Ég verð svo glaður þegar ég sé allt það efni sem er til á mínu tungumáli.“

^ gr. 2 LSQ (Langue des signes québécoise) á eitthvað sameiginlegt með amerísku táknmáli sem er útbreiddara.

^ gr. 6 Sjálfboðaliðasamtök fyrir heyrnarlausa í Quebec.

^ gr. 7 Mánaðarleg námsútgáfa Varðturnsins á LSQ hófst í janúar 2017.