Hoppa beint í efnið

Stunda vottar Jehóva trúboð?

Stunda vottar Jehóva trúboð?

 Já. Hvar sem við búum þá reyna allir vottar Jehóva að hafa hugarfar trúboða eða trúboðsanda, og taka virkan þátt í að segja fólki, sem við hittum, frá trú okkar. – Matteus 28:19, 20.

 Auk þess flytja sumir vottar eða ferðast til svæða í heimalandi sínu þar sem margir hafa enn ekki heyrt fagnaðaboðskap Biblíunnar. Aðrir vottar flytja til útlanda í sama tilgangi. Þeim finnst ánægjulegt að eiga þátt í að uppfylla spádóm Jesú: „Þér munuð verða vottar mínir ... allt til endimarka jarðarinnar.“ – Postulasagan 1:8.

 Árið 1943 stofnuðum við skóla til að veita sumum trúboðum okkar sérhæfða menntun. Frá þeim tíma hafa rúmlega 8.000 vottar sótt þennan skóla sem heitir Biblíuskólinn Gíleað.