Hoppa beint í efnið

Hvernig eru söfnuðir Votta Jehóva skipulagðir?

Hvernig eru söfnuðir Votta Jehóva skipulagðir?

 Öldungaráð hefur umsjón með hverjum söfnuði. Um 20 söfnuðir mynda svokallað farandsvæði og hér um bil 10 farandsvæðum er skipað í svonefnd umdæmi. Söfnuðirnir fá reglubundnar heimsóknir öldunga sem kallast farand- og umdæmishirðar.

 Hópur votta með mikla og langa reynslu myndar stjórnandi ráð sem veitir söfnuðunum fyrirmæli og leiðbeiningar. Sem stendur hefur ráðið aðsetur við alþjóðaskrifstofu Votta Jehóva í Warwick í New York í Bandaríkjunum. – Postulasagan 15:23-29; 1. Tímóteusarbréf 3:1-7.