Hoppa beint í efnið

Hvers vegna fara vottar Jehóva ekki í stríð?

Hvers vegna fara vottar Jehóva ekki í stríð?

 Eftirfarandi ástæður skýra hvers vegna vottar Jehóva fara ekki í stríð:

  1.   Hlýðni við Guð. Biblían segir að þjónar Guðs muni „smíða plógjárn úr sverðum sínum“ og ekki „temja sér hernað framar.“ – Jesaja 2:4.

  2.   Hlýðni við Jesú. Jesús sagði við Pétur postula: „Slíðra sverð þitt. Allir sem sverði bregða munu fyrir sverði falla.” (Matteus 26:52) Með þessum orðum benti Jesús á að fylgjendur hans myndu ekki grípa til vopna.

     Lærisveinar Jesú hlýða fyrirmælum hans að vera „ekki af heiminum“ með því að vera alveg hlutlausir í stjórnmálum. (Jóhannes 17:16) Þeir mótmæla ekki hernaðaraðgerðum og standa ekki í vegi fyrir þeim sem kjósa að gegna herþjónustu.

  3.   Kærleikur til annarra. Jesús gaf fylgjendum sínum þau fyrirmæli að „elska hvert annað.“ (Jóhannes 13:34, 35) Þannig kæmu þeir til með að mynda alþjóðlegt bræðralag og enginn þeirra myndi nokkurn tíma fara í stríð gegn trúbróður sínum eða trúsystur. – 1. Jóhannesarbréf 3:10-12.

  4.   Fordæmi frumkristinna manna. Alfræðiritið Encyclopedia of Religion and War segir: „Fyrstu fylgjendur Jesú tóku ekki þátt í stríði eða herþjónustu,“ og töldu slíkt ekki „samrýmast kærleiksboðskap Jesú og því ákvæði að elska óvini sína.“ Þýski guðfræðingurinn Peter Meinhold tekur í sama streng og segir um fyrstu fylgjendur Jesú: „Þeir töldu ekki samrýmast að vera kristinn og hermaður.”

Framlag til samfélagsins

 Vottar Jehóva eru nýtir þjóðfélagsþegnar sem ógna á engan hátt öryggi þeirra landa sem þeir búa í. Við virðum valdsvið stjórnvalda í samræmi við eftirfarandi boð Biblíunnar:

  •   „Hver maður hlýði þeim yfirvöldum sem eru yfir hann sett.“ – Rómverjabréfið 13:1.

  •   „Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.“ – Matteus 22:21.

 Við hlýðum þess vegna landslögum, borgum skatta og tökum þátt í samfélagsþjónustu ef stjórnvöld fara fram á það.