Hoppa beint í efnið

Þau stoppuðu til að aðstoða

Þau stoppuðu til að aðstoða

 Bob ók á 100 kílómetra hraða á klukkustund á köldum hvassviðrisdegi í Alberta í Kanada þegar vinstra afturdekkið á sendibílnum hans sprakk skyndilega. Í fyrstu áttaði Bob sig ekki á hvað hefði gerst og ákvað að halda áfram að keyra en hann átti fimm kílómetra akstur eftir að heimili sínu.

 Í bréfi sem er stílað á ríkissal Votta Jehóva í hverfinu útskýrði Bob hvað gerðist í framhaldinu. „Fimm ungmenni keyrðu bíl sínum upp að mínum og höluðu rúðuna niður,“ skrifaði hann. „Þau létu mig vita að dekkið væri sprungið. Við keyrðum út í kannt og þau buðust til að skipta um dekk fyrir mig. Ég vissi ekki einu sinni hvort ég væri með varadekk eða tjakk. Þau skriðu undir sendibílinn og fundu varadekkið og tjakkinn á meðan ég sat í hjólastólnum mínum við þjóðveginn. Síðan skiptu þau um dekkið. Það var ískalt úti og skafrenningur. Þau voru í sparifötum en þau kláruðu verkið og komu mér aftur af stað. Ég hefði ekki getað gert þetta sjálfur.“

 Ég vil þakka þessum fimm ungu vottum fyrir aðstoðina. Þau voru að keyra um og heimsækja fólk til að boða boðskap sinn. Þessir krakkar fylgja greinilega því sem þau boða. Þau spöruðu mér mikil vandræði og ég kann virkilega að meta það. Það reyndust vera ungir englar á þjóðveginum þennan dag.