Hoppa beint í efnið

„Ég geri það sem ég get“

„Ég geri það sem ég get“

 Irma er næstum 90 ára og býr í Þýskalandi. Eftir tvö alvarleg slys og nokkrar aðgerðir getur hún ekki boðað trúna hús úr húsi eins og hún gerði áður. Irma segir öðrum frá trú sinni með því að skrifa sendibréf til ættingja og kunningja. Bréfin frá Irmu uppörva og hugga aðra og eru svo vel þegin að fólk hringir gjarnan í hana til að spyrja hvenær það megi eiga von á næsta bréfi. Hún fær einnig mörg þakkarbréf með óskum um að hún sendi fleiri bréf. „Allt þetta gefur mér mikla gleði og hjálpar mér að vera sterk í trúnni,“ segir Irma.

 Irma sendir líka fólki á hjúkrunarheimilum bréf. Hún segir: „Eldri kona hringdi í mig og sagði að bréfið sem ég sendi henni eftir að maðurinn hennar dó hefði veitt henni mikla huggun. Hún geymir bréfið í Biblíunni sinni og les það oft á kvöldin. Önnur kona sem missti nýlega manninn sinn sagði að bréfið frá mér hefði verið gagnlegra en ræða prestsins. Hún var með margar spurningar sem hana langaði að fá svör við og spurði hvort hún mætti heimsækja mig.“

 Kunningjakona Irmu, sem er ekki vottur, flutti langt í burt og bað Irmu um að skrifa sér bréf. „Konan geymdi öll bréfin frá mér,“ segir Irma. „Eftir að hún dó hringdi dóttir hennar í mig. Hún sagði mér að hún hefði lesið öll bréfin sem ég hefði skrifað mömmu hennar og spurði mig hvort ég vildi vera svo væn að senda henni líka bréf sem fjölluðu um biblíuleg efni.“

 Irma nýtur þess innilega að boða trúna. „Ég bið Jehóva innilega að halda áfram að gefa mér styrk til að þjóna honum,“ segir hún. „Þótt ég geti ekki farið hús úr húsi lengur geri ég það sem ég get.“