Hoppa beint í efnið

Notkun vefkakna og tengdrar tækni í söfnuði Votta Jehóva um allan heim

Notkun vefkakna og tengdrar tækni í söfnuði Votta Jehóva um allan heim

Til að auka notagildi þegar þú ferð inn á vefsíðu er smár gagnapakki gjarnan geymdur í eða sóttur úr síma þínum, spjaldtölvu eða hörðum diski með hjálp vefkakna eða álíka tækni. Vefkökur stuðla að því að vefsetrið virki vel og veita okkur upplýsingar um hvernig fólk notar það. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta vefsetrið. Við reynum ekki að bera kennsl á einstaklinga nema þeir samþykki það með því að láta í té samskiptaupplýsingar þegar þeir senda inn eyðublað eða umsókn á vefsetrinu. Hugtakið „vefkökur“ er hér notað í víðum skilningi og nær yfir tækni eins og staðbundið geymslurými, vefvita, pixla og auðkenni. Slík tækni getur veitt okkur ákveðnar upplýsingar úr tölvunni þinni, eins og vefslóð síðunnar, skjástærð og tíma og dagsetningu þegar þú skoðaðir hana.

Við seljum aldrei upplýsingar sem við sækjum, þær eru ekki notaðar í auglýsingaskyni eða til að muna aðrar síður á netinu sem þú hefur heimsótt. Við beitum ekki markmiðaðri auglýsingu og notum ekki auglýsingavefkökur.

Vefkökur. Vefkökur af ýmsum gerðum gegna mismunandi hlutverki og bæta almennt notagildi vefsetursins. Við gætum notað vefkökur til að komast að því hvort þú hefur notað vefsetrið áður eða til að muna stillingar sem þú valdir þegar þú notaðir það. Við gætum til dæmis geymt val þitt á tungumáli í vefköku til að vefsíðan birtist á því máli þegar þú ferð inn á hana aftur.

Vefkökurnar sem notaðar eru á þessu vefsetri má greina í þrjá flokka:

  1. Ómissandi vefkökur. Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið virki vel, til að þú getir vafrað á vefsetrinu eða til að þú getir nýtt þér ákveðna þætti þess. Þær eru venjulega settar inn til að bregðast við aðgerð sem þú hefur átt frumkvæði að og felur í sér beiðni um þjónustu af einhverju tagi, eins og til dæmis þegar þú velur persónuverndarstillingar, skráir þig inn eða fyllir út eyðublöð. Án þessara vefkakna væri ekki hægt að annast sumar beiðnir þínar, eins og til dæmis um að gefa fjárframlög rafrænt. Þessar kökur safna ekki upplýsingum um þig til að nota í auglýsingaskyni eða til að muna hvaða síður þú hefur heimsótt á netinu.

  2. Vefkökur sem auka notagildi. Vefsetrið notar þær til að muna það sem þú hefur valið (eins og notandanafn, tungumál eða svæði) og bæta eiginleika vefsetursins. Þær auka þægindin þegar þú notar það, bæta notagildi þess og gera þér kleift að sníða síðuna að þínum smekk.

  3. Greiningar- og notkunarkökur. Þær eru notaðar til að geyma greiningar- og notkunargögn. Þær geyma meðal annars upplýsingar um notkun þeirra sem heimsækja vefsetrið, til dæmis hversu margir heimsækja það eða hversu lengi notendur staldra við að meðaltali. Við notum slíkar upplýsingar eingöngu til að bæta virkni vefsetursins, meðal annars hönnun þess, skilvirkni og stöðugleika.

Flestar vefkökur okkar eru frá fyrsta aðila, gerðar af vefsetri okkar. Sumar eru frá þriðja aðila, gerðar af öðrum vefsetrum. Í listum með dæmum um vefkökur tökum við skýrt fram hvaða kökur við notum frá þriðja aðila.

IP-tölur. IP-tala er talnakóði sem er nokkurs konar kennitala tölvu þinnar eða snjalltækis á netinu. Við notum IP-tölu þína og val þitt á vafra til að greina notkunarmynstur og vandamál á vefsetrinu, bæta þjónustuna sem við bjóðum þér og gæta öryggis vefsetursins.

Val þitt. Þú getur stjórnað notkun vefkakna hvenær sem er með því að smella á „persónuverndarstillingar“ neðst á síðum vefsetra okkar (sjá lista fyrir neðan). Ómissandi vefkökur eru ekki háðar þínu samþykki. Þegar allar aðrar vefkökur eiga í hlut biðjum við um samþykki þitt áður en við setjum þær inn í tækið þitt eða sækjum þær þaðan. Hafðu í huga að vefkökur eru ekki fjarlægðar þegar þú gerir breytingar á stillingum. Ef þú vilt fjarlægja vefkökur frá þessu vefsetri geturðu gert það í stillingum vafrans, en hafðu í huga að án vefkakna má vera að þú getir ekki nýtt þér alla þætti vefsetursins. Það er misjafnt eftir vöfrum hvernig fjarlægja má vefkökur. Veldu „hjálp“ í valmynd vafrans til að fá nauðsynlegar leiðbeiningar eða farðu inn á www.allaboutcookies.org.

Veldu vefsetur á listanum hér fyrir neðan til að sjá dæmi um notkun vefkakna á því vefsetri.

Sjá einnig Cookies and Similar Technologies Used by Several of Our Websites.