Hoppa beint í efnið

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Fálmarahreinsibúnaður smíðamaursins

Fálmarahreinsibúnaður smíðamaursins

 Hreinlæti er mikilvægt fyrir skordýr til að þau geti flogið, klifrað og skynjað umhverfi sitt. Óhreinir fálmarar minnka hæfni maura til að rata, hafa samskipti og finna lykt. „Þú sérð aldrei óhrein skordýr, þau hafa fundið leið til að halda sér hreinum,“ segir dýrafræðingurinn Alexander Hackmann.

 Hugleiddu þetta: Alexander Hackmann og samstarfsmenn hans hafa rannsakað búnað sem smíðamaurar (Camponotus Rufifemur) nota til að hreinsa fálmara sína. Þeir uppgötvuðu að maurinn hreinsar misstórar agnir af fálmurum sínum með því að beygja fæturna og mynda klemmu sem hann dregur síðan fálmarana í gegn um. Grófur bursti í klemmunni hreinsar burt stærstu óhreinindaagnirnar. Fínni bursti með nákvæmlega jafn breið bil og þykkt háranna á fálmaranum fjarlægir minni agnir. Smæstu agnirnar, ekki stærri en 1/80 hluti af þvermáli mannshárs, eru fjarlægðar með jafnvel enn fíngerðari bursta.

 Fylgstu með smíðamaur hreinsa fálmarana sína.

 Alexander Hackmann og samstarfsmenn hans sjá það fyrir sér að búnaðurinn, sem maurarnir nota til að halda fálmurum sínum hreinum, geti nýst í iðnaði. Svipaðar aðferðir væru til dæmis gagnlegar til að viðhalda hreinlæti í framleiðslu viðkvæmra smárra rafeindahluta og hálfleiðara, þar sem jafnvel minnstu óhreinindi geta valdið skemmdum.

 Hvað heldur þú: Þróaðist skilvirkur fálmarahreinsibúnaður smíðamaursins? Eða býr hönnun að baki?