Hoppa beint í efnið

Heather Broccard-Bell/iStock via Getty Images

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Skel brynvörðu djöflabjöllunnar

Skel brynvörðu djöflabjöllunnar

 Brynvarða djöflabjallan (Phloeodes diabolicus) lifir í vesturhluta Norður-Ameríku. Rannsóknarmenn segja að hún þoli um 39.000-faldan þunga sinn og jafnvel að lenda undir bíl. Hvernig fer þessi bjalla að því að þola svona mikinn þrýsting?

 Samskeyti efri og neðri hluta skeljar bjöllunnar mynda hryggi á hliðunum. Ein gerð þessara hryggja veitir viðnám gegn því að skelin aflagist við þrýsting. Önnur gerð er eftirgefanlegri og býður upp á aflögun. Þriðja gerðin gerir tilfærslu á skelinni mögulega. Sveigjanleikinn sem þriðja gerðin býður upp á gerir skordýrinu kleift að troða sér undir trjábörk og fela sig í þröngum klettaskorum.

 Auk þess eru samskeyti eftir endilangri skel bjöllunnar sem á eru margar nafir, eða blöð. Þær smella saman eins og púslukubbar og dreifa álaginu. Nafirnar eru lagskiptar og lögin eru límd saman með prótíni. Þegar bjallan verður fyrir þrýstingi myndast örsmáar sprungur sem gróa síðan og gera blaðinu kleift að þola þrýstinginn án þess að fara í sundur.

Blöðin smella saman eins og kubbar í púsluspili.

Rauðu örvarnar sýna stuðningshryggina sem tengja efri hluta skeljarinnar við þá neðri. Gráa örin sýnir blöðin sem tengjast saman á samskeytunum á miðri skelinni.

 Rannsóknarmenn segja að skel þessarar bjöllu geti gefið hugmyndir að öruggari hönnun mannvirkja sem þurfa að þola þrýsting eða högg, svo sem farartæki, brýr og hús.

 Hvað heldur þú? Þróaðist skel brynvörðu djöflabjöllunnar? Eða býr hönnun að baki?