Hoppa beint í efnið

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Undraverðir armar kolkrabbans

Undraverðir armar kolkrabbans

 Þjarkaverkfræðingar vinna að þróun búnaðar sem getur aðstoðað lækna við að gera aðgerð á þröngu svæði mannslíkamans í gegnum lítinn skurð. Armar kolkrabbans eru ákaflega liprir og hafa veitt rannsóknarmönnum innblástur við að hanna nýjung á þessu sviði.

 Hugleiddu þetta: Kolkrabbinn getur teygt úr átta liprum örmum og gripið, haldið á og kreist hluti, jafnvel á þröngu svæði. Hann getur beygt armana í allar áttir og stinnt hluta þeirra eftir þörfum.

 Rannsóknarmenn telja að álíka lipur þjarkaarmur yrði ómetanlegur í skurðaðgerðum með lágmarksinngripi. Slíkur búnaður gæti gert læknum kleift að hjálpa sjúklingum sem hefðu annars þurft að gangast undir flóknari aðgerðir.

 Sjáðu lipra arma kolkrabbans að verki.

 Slíkur þjarkaarmur hefur þegar verið hannaður og er notaður við aðgerðir á brúðum eða líkönum. Armurinn er 135 millimetrar á lengd og getur meðhöndlað viðkvæm innri líffæri með því að láta einn hluta armsins lyfta og halda á líffæri og annan hluta framkvæma aðgerðina. Dr. Tommaso Ranzani er einn þeirra sem þróuðu búnaðinn. Hann segir: „Við teljum að nýjar og bættari útgáfur af þessum búnaði eigi eftir að líta dagsins ljós.“

Lipur og teygjanlegur þjarkaarmur yrði ómetanlegur í skurðaðgerðum.

 Hvað heldur þú? Þróuðust armar kolkrabbans? Eða býr hönnun að baki?