Hoppa beint í efnið

Töfluteikningar

Í þessum stuttu teiknimyndum eru tekin fyrir alvarleg mál en á skemmtilegan hátt.

 

Verum hrein og klár

Þegar þú hefur hreint og snyrtilegt í kringum þig líður þér og þeim sem umgangast þig betur. Þú verður heilbrigðari og afslappaðri.

Ert þú með fordóma?

Öldum saman hefur fólk smitast af fordómum. Sjáðu hvernig ráð Biblíunnar geta komið í veg fyrir að fordómar skjóti rótum í hjarta þínu.

Varaðu þig á röngum upplýsingum

Ekki trúa öllu sem þú lest eða heyrir. Lærðu að meta upplýsingar til að greina rétt frá röngu.

Skynsemi í peningamálum

Farðu vel með peningana þína svo að þeir komi að gagni þegar þú þarfnast þeirra.

Ekki láta líf þitt fuðra upp

Sumir reykja eða veipa, margir hafa hætt og aðrir eru að reyna að hætta. Hvers vegna? Eru reykingar í raun svo slæmar?

Tölvuleikir: Ertu að vinna í raun og veru?

Tölvuleikir geta verið skemmtilegir en þeim fylgir viss áhætta. Hvernig geturðu varast hætturnar og staðið uppi sem sigurvegari?

Úr depurð í gleði

Hvað geturðu gert ef þú ert þjakaður af depurð?

Það sem þú ættir að vita um íþróttir

Þú getur þroskað mikilvæga eiginleika í íþróttum, eins og samvinnu og tjáskipti. En ættu íþróttir að vera það mikilvægasta í lífi þínu?

Hugsaðu áður en þú drekkur áfengi

Undir áhrifum áfengis segja margir og gera það sem þeir sjá seinna eftir. Hvernig geturðu sparað þér vandamál og hættuna sem fylgir ofneyslu áfengis?

Hvernig get ég rætt við foreldra mína?

Hvernig geturðu átt samskipti við foreldra þína ef þig langar ekki til að ræða málin?

Hver ræður – þú eða snjalltækin?

Þú kemst alls staðar á Netið en tæknin þarf samt ekki að stjórna þér. Hvernig veistu hvort þú ert háður snjalltækjum? Hvernig geturðu tekið stjórnina aftur ef þetta er orðið vandamál?

Hvernig get ég fengið meira frelsi?

Þér finnst að það eigi að koma fram við þig sem fullorðinn, en foreldrar þínir eru ef til vill ekki á sama máli. Hvaða skref geta fært þig nær því að öðlast traust þeirra?

Hvernig get ég stöðvað slúður?

Þegar skaðlegt slúður laumar sér inn í samræðurnar skaltu gera eitthvað í málinu.

Er þetta ást eða er þetta hrifning?

Reyndu að átta þig á hvað er hrifning og hvað er sönn ást.

Þú getur staðist hópþrýsting

Skoðaðu fernt sem getur veitt þér styrk til að vera sjálfstæður.

Skynsemi á samskiptasíðum

Þú getur bæði haft skemmtileg og örugg samskipti við vini þína á Netinu.

Hvernig eru sannir vinir?

Það er auðvelt að eignast vini sem eru svo engir vinir en hvernig geturðu eignast sanna vini?

Þú getur sigrast á einelti án þess að nota hnefana

Kynntu þér af hverju einelti á sér stað og hvernig þú getur sigrað í baráttunni gegn því.