Hoppa beint í efnið

Er Guð ópersónulegt afl?

Er Guð ópersónulegt afl?

Svar Biblíunnar

 Guð ræður yfir óendanlegu afli og þess gætir út um allan alheim. Hann skapaði stjörnurnar sem skipta milljörðum. Í Biblíunni er sagt um Guð: „Hefjið upp augun og horfið til himins. Hver hefur skapað allt þetta? Það er hann sem kannar her stjarnanna, allan með tölu, nefnir þær allar með nafni. Þar sem hann er mikill að mætti og voldugur að afli verður engrar vant.“ – Jesaja 40:25, 26.

 En Guð er ekki bara voldugur að afli. Í Biblíunni segir að hann hafi tilfinningar. Meðal annars kemur fram að hann elski og hati. (Sálmur 11:5; Jóhannes 3:16) Einnig er ljóst að menn geta haft áhrif á tilfinningar Guðs með gerðum sínum. – Sálmur 78:40, 41, Biblían 1981.