Hoppa beint í efnið

GÓÐ RÁÐ HANDA FJÖLSKYLDUNNI | UPPELDI

Hjálpaðu börnunum þínum að takast á við fréttir sem koma þeim í uppnám

Hjálpaðu börnunum þínum að takast á við fréttir sem koma þeim í uppnám

 Átakanlegar fréttir eru aðgengilegar allan sólahringinn í sjónvarpinu, símanum, spjaldtölvunni og tölvunni. Og oft fylgja óhugnanleg myndbönd fréttunum.

 Og börn sjá þessar fréttir.

 Hvernig geturðu komið í veg fyrir að börnin þín komist í of mikið uppnám vegna slíkra frétta?

 Hvaða áhrif hafa fréttir á börn?

  •   Mörg börn komast í uppnám vegna þeirra hörmunga sem þau sjá í fréttum. Sum börn tjá tilfinningar sínar ekki svo auðveldlega, og sumar fréttir gætu valdið þeim miklu hugarangri. a Og það gæti aukið enn á áhyggjur þeirra ef foreldrarnir eru of uppteknir af fréttunum.

  •   Börn gætu mistúlkað það sem þau sjá í fréttum. Sum börn halda til dæmis að það sem þau sjá muni henda fjölskyldu þeirra. Og ung börn sem horfa endurtekið á myndband af uggandi atburði gætu haldið að hann eigi sér stað aftur og aftur.

  •   Börn gætu átt erfitt með að setja fréttirnar í rétt samhengi. Þau gera sér kannski ekki grein fyrir að fréttastofur eru reknar eins og fyrirtæki sem hagnast á því að hafa stóran áhorfendahóp. Þess vegna gæti verið að frétt sé gerð að æsifrétt til að halda athygli áhorfenda.

 Hvernig geturðu hjálpað barninu þínu að takast á við kvíða sem fréttir valda?

  •   Takmarkaðu hversu mikið af hörmulegum fréttum barnið þitt fær að sjá og heyra. Það þýðir ekki að þú eigir að halda barninu þínu algerlega óupplýstu um það sem er að gerast í heiminum. En það gerir þeim ekkert gott að horfa eða hlusta endurtekið á uggandi fréttir.

     „Stundum ræðum við einhverjar fréttir í þaula án þess að átta okkur á hversu yfirþyrmandi það er fyrir börnin okkar að heyra til okkar.“ – Maria.

     Ráð Biblíunnar: „Áhyggjur íþyngja hjartanu.“ – Orðskviðirnir 12:25.

  •   Hlustaðu með þolinmæði og sýndu samúð. Ef barnið þitt á erfitt með að ræða atburðinn geturðu stungið upp á því að það teikni hann í staðinn. Ræddu áhyggjur barns þíns með því að nota orðalag sem það skilur en forðastu að fara út í óþarfa smáatriði.

     „Dóttur okkar virðist líða betur eftir að við höfum setið með henni og hlustað á hana. Það hjálpar ekkert að segja að svona sé nú bara heimurinn að við verðum að venjast því.“ – Sarahi.

     Ráð Biblíunnar: „Hver og einn á að vera fljótur til að heyra, seinn til að tala.“ – Jakobsbréfið 1:19.

  •   Hjálpaðu barninu þínu að sjá fréttir í réttu ljósi. Frétt um mannrán gæti til dæmis látið slíkan glæp hljóma miklu algengari en hann í raun er. Útskýrðu fyrir barninu þínu hvað þú hefur gert til að tryggja öryggi þess. Hafðu líka í huga að harmleikur er yfirleitt talinn fréttnæmur vegna þess hversu sjaldgæfur hann er, en ekki öfugt.

     „Hjálpaðu barninu þínu að takast á við tilfinningar sínar. Tilfinningum fylgja oft hugsanir og þess vegna mun börnunum okkar líða betur ef við hjálpum þeim að hugsa um eitthvað jákvætt.“ – Lourdes.

     Ráð Biblíunnar: „Hinn vitri talar af skynsemi og orð hans eru sannfærandi.“ – Orðskviðirnir 16:23.

a Merki um kvíða hjá yngri börnum gæti verið að byrja aftur að pissa undir í svefni eða að vera hrædd við að fara í skólann og vera aðskilin frá foreldrum sínum.