Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Þegar lífið virðist óbærilegt

Þegar lífið virðist óbærilegt

LÍFIÐ er yndislegt þegar allt leikur í lyndi. En stundum gera erfiðar aðstæður manni lífið óbærilegt.

Sally * býr í Bandaríkjunum og missti næstum allt í fellibyl. Hún segir: „Mér fannst ég ekki geta þolað meira. Oft var ég við það að gefast upp.“

Annað sem gerir lífið þungbært er að missa ástvin. Janice, sem býr í Ástralíu, segir: „Líf mitt var í molum eftir að ég missti báða syni mína og ég þurfti að raða molunum saman aftur eftir bestu getu. Ég sárbað Guð: ,Leyfðu mér að sofna og vakna ekki aftur. Gerðu það. Ég get bara ekki meira.‘“

Daniel var niðurbrotinn vegna þess að konan hans var honum ótrú. Hann segir: „Þegar konan mín sagði mér að hún hefði haldið fram hjá mér var bókstaflega eins og ég væri stunginn með hnífi. Ég fann þennan sársauka aftur og aftur í langan tíma.“

Í þessu tölublaði Varðturnsins er rætt um hvers vegna lífið er erfiðisins virði jafnvel þegar ...

Fyrst skulum við skoða hvernig við getum haldið út þegar hamfarir verða.

^ Sumum nöfnum í þessari greinaröð hefur verið breytt.