Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Næm heyrn grænskvettunnar

Næm heyrn grænskvettunnar

EYRA suðuramerísku grænskvettunnar (Copiphora gorgonensis) er minna en einn millimetri að lengd en starfar þó á mjög svipaðan hátt og mannseyrað. Skordýrið getur numið fjarlæg hljóð á víðu tíðnisviði. Til dæmis getur það greint á milli hljóðs frá annarri grænskvettu og hátíðnihljóðs frá leðurblöku á veiðum.

EYRA GRÆNSKVETTU

Hugleiddu þetta: Eyru grænskvettunnar eru á framfótum hennar. Þau nema hljóðið, líkt og mannseyrað, vinna úr því og greina tíðnina. Vísindamenn hafa fundið einstakt líffæri inni í eyra skordýrsins – vökvafyllt hólf með yfirþrýstingi. Þetta líffæri er í laginu eins og ílöng blaðra og kallast hljómburðarbelgur. Hann starfar eins og kuðungurinn í eyrum spendýra en er miklu smærri. Það er hljómburðarbelgnum að þakka að grænskvettan hefur svona næma heyrn.

Daniel Robert, prófessor við líffræðideild Bristolháskóla í Bretlandi, segir að þessi uppgötvun eigi eftir að hjálpa mönnum að „þróa smærri og betri heyrnartæki en þekkst hafa, innblásin af náttúrunni“. Vísindamenn telja einnig að þessi uppgötvun muni hafa áhrif á næstu kynslóð hátíðnitækja, þar á meðal myndatækja fyrir sjúkrahús.

Hvað heldurðu? Þróaðist næm heyrn grænskvettunnar? Eða býr hönnun að baki?