Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

CreativeDesignArt/DigitalVision Vectors via Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Er kynþáttajafnrétti aðeins fjarlægur draumur? – Hvað segir Biblían?

Er kynþáttajafnrétti aðeins fjarlægur draumur? – Hvað segir Biblían?

 Fyrir mörgum er kynþáttajafnrétti aðeins fjarlægur draumur.

  •   „Í öllum samfélögum halda kynþáttafordómar áfram að eitra stofnanir, samfélagsgerðir og daglegt líf. Þeir ýta enn undir kynþáttamisrétti.“ – António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

 Verður kynþáttajafnrétti einhvern tíma að veruleika? Hvað segir Biblían?

Viðhorf Guðs til kynþáttajafnréttis

 Biblían sýnir okkur hvaða viðhorf Guð hefur til fólks af ólíkum kynþáttum.

  •   „[Guð] gerði af einum manni allar þjóðir til að byggja allt yfirborð jarðar.“ – Postulasagan 17:26.

  •   „Guð mismunar ekki fólki heldur tekur hann á móti hverjum þeim sem óttast hann og gerir rétt, sama hverrar þjóðar hann er.“ – Postulasagan 10:34, 35.

 Í Biblíunni kemur fram að allir menn séu skyldir og að Guð taki á móti fólki af öllum kynþáttum.

Hvernig verður kynþáttajafnrétti að veruleika?

 Jafnrétti verður að veruleika undir stjórn Guðsríkis, himneskrar stjórnar. Ríki Guðs mun kenna fólki að koma rétt fram við aðra. Fólk lærir þá að sigrast á hvaða fordómum sem það kann að hafa.

  •   „Íbúar landsins [munu fræðast] um réttlæti.“ – Jesaja 26:9.

  •   „Ósvikið réttlæti skapar frið og ávöxtur réttlætisins verður varanlegt öryggi og ró.“ – Jesaja 32:17.

 Milljónir manna fá nú þegar fræðslu úr Biblíunni um hvernig þeir eigi að koma fram við aðra af virðingu.