Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fornar heimildir staðfesta hvar ein ættkvísl Ísraels bjó

Fornar heimildir staðfesta hvar ein ættkvísl Ísraels bjó

 Í Biblíunni er greint frá því að þegar Ísraelsmenn lögðu undir sig fyrirheitna landið og skiptu því meðal ættkvíslanna hafi tíu ættir af ættkvísl Manasse fengið landsvæði vestan við Jórdan og þannig verið aðskildar þeim ættum sem eftir voru. (Jósúabók 17:1–6) Eru til fornleifar sem styðja þetta?

 Árið 1910 fundust leirtöflubrot með áletrunum í Samaríu. Þessi leirtöflubrot innihéldu texta á hebresku um afhendingu munaðarvöru til konungshallarinnar í höfuðborginni eins og víns og olíu sem notuð var í snyrtivörur. Alls fundust 102 leirtöflubrot, frá áttundu öld f.Kr., en aðeins 63 þeirra eru læsileg. Samanlagt gefa þessi 63 leirtöflubrot samt sem áður upplýsingar um dagsetningar og nöfn ætta sem og hverjir sendu þessar vörur og tóku við þeim.

 Allar ættir sem nefndar eru á leirtöflubrotunum frá Samaríu tilheyrðu ættkvísl Manasse. Samkvæmt NIV Archaelogical Study Bible gefur þetta „frekari sönnun fyrir því sem Biblían segir um hvar ættir Manasse settust að“.

Þessi áletrun nefnir konu sem hét Nóa og var afkomandi Manasse.

 Leirtöflubrotin frá Samaríu staðfesta einnig nákvæmni biblíuritarans Amosar sem sagði um ríka íbúa á þessu svæði: „Þeir drekka vín úr skálum og smyrja sig með gæðaolíum.“ (Amos 6:1, 6) Leirtöflubrotin staðfesta að slíkar vörur voru fluttar til þess landshluta sem tíu ættir Manasse bjuggu.