Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fornegypsk lágmynd rennir stoðum undir frásögn Biblíunnar

Fornegypsk lágmynd rennir stoðum undir frásögn Biblíunnar

 Þessi átta metra háa lágmynd með myndletri stendur við innganginn að fornegypsku musteri í Karnak sem var helgað guðinum Amon. Að sögn fræðimanna sýnir lágmyndin sigra Sísaks faraós í löndum norðaustur af Egyptalandi, þar með talið Júda og norðurríkinu Ísrael.

Lágmyndin í Karnak. Innfelld mynd sýnir nokkra af föngunum í hlekkjum.

 Lágmyndin sýnir Amon þegar hann færir Sísaki, eða Sesonk, a fleiri en 150 fanga, einn fyrir hverja sigraða borg eða þjóð. Borgarheitin eru greypt í sporöskjulaga mynd á líkama fanganna. Sum nöfnin eru enn læsileg og sum hver þekkt af lesendum Biblíunnar. Meðal nafna eru Bet Sean, Gíbeon, Megiddó og Súnem.

 Innrásin í Júda er nefnd í Biblíunni. (1. Konungabók 14:25, 26) Hún lýsir reyndar herförinni í smáatriðum. Biblían segir: „Á fimmta ríkisstjórnarári Rehabeams konungs hélt Sísak, konungur Egypta, í herför gegn Jerúsalem ... Hann kom með tólf hundruð stríðsvagna og sextíu þúsund vagnliða. Fleiri hermenn en tölu varð á komið fylgdu honum frá Egyptalandi ... Hann tók virkisborgirnar í Júda og komst allt til Jerúsalem.“ – 2. Kroníkubók 12:2–4.

 Lágmyndin í Karnak er ekki eini fornleifafundurinn sem styður frásögnina af innrás Sísaks í Ísrael. Fundist hefur steinbrot úr minnisvarða með áletruninni „Sesonk“ á þeim stað þar sem bærinn Megiddó var á biblíutímanum.

 Nákvæm frásögn Biblíunnar af sigrum Sísaks í Júda er dæmi um heiðarleika biblíuritaranna. Þeir skráðu samviskusamlega sigra og ósigra sinnar eigin þjóðar en slíkur heiðarleiki var óalgengur meðal sagnaritara til forna.

a Stafsetning nafnsins Sísak í Biblíunni endurspeglar hebreskan framburð.