Míka 5:1–15

  • Stjórnandi sem verður mikill um alla jörð (1–6)

    • Stjórnandinn kemur frá Betlehem (2)

  • Þeim sem eftir eru líkt við dögg og ljón (7–9)

  • Landið verður hreinsað (10–15)

5  „Nú ristirðu hörund þitt,þú dóttir sem ráðist er á,óvinirnir hafa gert umsátur um okkur. Þeir slá dómara Ísraels á kinnina með staf.   Og þú, Betlehem Efrata,sem ert of lítil til að teljast meðal borga* Júda,frá þér læt ég koma stjórnanda í Ísrael. Hann er af ævafornum uppruna, frá löngu liðinni tíð.   Þeir verða yfirgefnirþar til sú sem á að fæða hefur fætt. Þeir sem eftir eru af bræðrum hans munu snúa aftur til Ísraelsmanna.   Hann kemur fram sem hirðir í krafti Jehóva,í háleitu nafni Jehóva Guðs síns. Þeir munu búa við öryggiþví að þá verður öllum jarðarbúum ljóst hve mikill hann er.   Hann kemur á friði. Ef Assýringurinn ræðst inn í landið og brýst inn í virkisturna okkarteflum við gegn honum sjö hirðum, já, átta mönnum sem eru höfðingjar.*   Þeir munu refsa* Assýríu með sverðiog landi Nimrods þar sem farið er inn í það. Hann bjargar okkur úr höndum Assýringsinsþegar hann ræðst inn í landið og fótumtreður svæði okkar.   Þeir sem eftir eru af ætt Jakobs verða meðal margra þjóðflokkaeins og dögg frá Jehóva,eins og regnskúrir á gróðurinnsem eru óháðar mönnumog bíða ekki eftir þeim.   Þeir sem eftir eru af ætt Jakobs verða meðal þjóðanna,innan um marga þjóðflokka,eins og ljón meðal skógardýra,eins og ungljón í sauðahjörðsem ræðst á bráðina og slítur hana í sundurog enginn getur bjargað henni.   Þú lyftir hendinni sigri hrósandi yfir andstæðingum þínumog allir óvinir þínir verða afmáðir.“ 10  „Þann dag,“ segir Jehóva,„útrými ég hestum þínum og eyði vögnunum. 11  Ég legg borgir lands þíns í eyðiog ríf niður öll varnarvirki þín. 12  Ég bind enda á særingar þínarog enginn sem stundar galdra verður hjá þér framar. 13  Ég eyðilegg skurðgoð þín og súlurog þú hættir að falla fram fyrir verki handa þinna. 14  Ég ríf upp helgistólpa* þínaog legg borgir þínar í rúst. 15  Í reiði og bræði kem ég fram hefndumá þjóðunum sem hlýddu mér ekki.“

Neðanmáls

Eða „ættflokka“. Orðrétt „þúsunda“.
Eða „leiðtogar“.
Orðrétt „gæta“.
Sjá orðaskýringar.