Lúkas segir frá 3:1–38

  • Jóhannes byrjar starf sitt (1, 2)

  • Jóhannes boðar skírn (3–20)

  • Skírn Jesú (21, 22)

  • Ættartala Jesú Krists (23–38)

3  Á 15. stjórnarári Tíberíusar keisara, þegar Pontíus Pílatus var landstjóri í Júdeu, Heródes* héraðsstjóri* í Galíleu, Filippus bróðir hans héraðsstjóri í Ítúreu og Trakónítishéraði og Lýsanías héraðsstjóri í Abílene,  á dögum Annasar yfirprests og Kaífasar, kom orð Guðs til Jóhannesar Sakaríasonar í óbyggðunum.  Hann fór þá um allt svæðið meðfram Jórdan og boðaði skírn til tákns um iðrun sem leiðir til fyrirgefningar synda  eins og stendur í bókinni sem geymir orð Jesaja spámanns: „Rödd manns hrópar í óbyggðunum: ‚Greiðið veg Jehóva!* Gerið brautir hans beinar.  Hver dalur skal fyllast og hvert fjall og hæð jafnast út, krókóttir vegir verða beinir og ójafnir vegir sléttir  og allir menn* munu sjá þá frelsun sem Guð veitir.‘“*  Þegar fólk hópaðist til hans til að láta skírast sagði hann: „Þið nöðruafkvæmi, hver hefur sagt ykkur að þið getið flúið hina komandi reiði?  Berið ávöxt sem sýnir* að þið hafið iðrast. Segið ekki með sjálfum ykkur: ‚Abraham er faðir okkar.‘ Ég segi ykkur að Guð getur myndað börn handa Abraham úr þessum steinum.  Öxin liggur nú þegar við rætur trjánna. Hvert það tré sem ber ekki góðan ávöxt verður höggvið og því kastað í eldinn.“ 10  En fólkið spurði hann: „Hvað eigum við þá að gera?“ 11  Hann svaraði: „Sá sem á tvenn föt* taki önnur þeirra og gefi þeim sem á engin og sá sem á eitthvað að borða gefi þeim sem ekkert hefur.“ 12  Skattheimtumenn komu jafnvel til að skírast og sögðu við hann: „Kennari, hvað eigum við að gera?“ 13  Hann svaraði: „Heimtið* ekki hærri skatt en lögboðið er.“ 14  Hermenn spurðu hann líka: „Hvað eigum við að gera?“ Hann sagði við þá: „Kúgið ekki fé af neinum né berið á þá rangar sakir heldur verið ánægðir með það sem þið fáið.“* 15  Nú var fólk eftirvæntingarfullt og velti fyrir sér hvort Jóhannes gæti verið Kristur. 16  Jóhannes sagði þá við alla: „Ég skíri ykkur með vatni en sá kemur sem er máttugri en ég og ég er ekki þess verður að leysa ólarnar á ilskóm hans. Hann mun skíra ykkur með heilögum anda og eldi. 17  Hann er með varpskófluna* í hendinni til að gerhreinsa þreskivöllinn og safna hveitinu í hlöðu sína en brenna hismið í óslökkvandi eldi.“ 18  Jóhannes leiðbeindi fólki líka á marga aðra vegu og boðaði því fagnaðarboðskapinn. 19  Hann ávítaði Heródes héraðsstjóra vegna Heródíasar, konu bróður hans, og alls hins illa sem hann hafði gert 20  en Heródes vann enn eitt vonskuverk: Hann varpaði Jóhannesi í fangelsi. 21  Þegar allt fólkið skírðist lét Jesús einnig skírast. Meðan hann baðst fyrir opnuðust himnarnir 22  og heilagur andi kom niður yfir hann í sýnilegri* mynd eins og dúfa, og rödd heyrðist af himni: „Þú ert sonur minn sem ég elska. Ég hef velþóknun á þér.“ 23  Jesús var um þrítugt þegar hann hóf starf sitt og var álitinnsonur Jósefs,sonar Elí, 24  sonar Mattats,sonar Leví,sonar Melkí,sonar Jannaí,sonar Jósefs, 25  sonar Mattatíasar,sonar Amosar,sonar Nahúms,sonar Eslí,sonar Naggaí, 26  sonar Maats,sonar Mattatíasar,sonar Semeíns,sonar Jóseks,sonar Jóda, 27  sonar Jóhanans,sonar Hresa,sonar Serúbabels,sonar Sealtíels,sonar Nerí, 28  sonar Melkí,sonar Addí,sonar Kósams,sonar Elmadams,sonar Ers, 29  sonar Jesú,sonar Elíesers,sonar Jóríms,sonar Mattats,sonar Leví, 30  sonar Símeons,sonar Júdasar,sonar Jósefs,sonar Jónams,sonar Eljakíms, 31  sonar Melea,sonar Menna,sonar Mattata,sonar Natans,sonar Davíðs, 32  sonar Ísaí,sonar Óbeðs,sonar Bóasar,sonar Salmóns,sonar Naksons, 33  sonar Ammínadabs,sonar Arní,sonar Hesróns,sonar Peresar,sonar Júda, 34  sonar Jakobs,sonar Ísaks,sonar Abrahams,sonar Tera,sonar Nahors, 35  sonar Serúgs,sonar Reú,sonar Pelegs,sonar Ebers,sonar Sela, 36  sonar Kenans,sonar Arpaksads,sonar Sems,sonar Nóa,sonar Lameks, 37  sonar Metúsala,sonar Enoks,sonar Jareds,sonar Mahalalels,sonar Kenans, 38  sonar Enosar,sonar Sets,sonar Adams,sonar Guðs.

Neðanmáls

Það er, Heródes Antípas. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „fjórðungsstjóri; tetrarki“.
Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „allt hold“.
Eða „sjá hvernig Guð frelsar“.
Eða „Sýnið í verki“.
Eða „á aukaföt“.
Eða „Innheimtið“.
Eða „fáið í laun“.
Áhald sem var notað til að skilja hismið frá korninu.
Orðrétt „líkamlegri“.