Hoppa beint í efnið

Leiðbeiningar fyrir samkomuna Líf okkar og boðun

Leiðbeiningar fyrir samkomuna Líf okkar og boðun

Efnisyfirlit

1. Leiðbeiningarnar í þessu skjali eru ætlaðar þeim sem eru með verkefni á samkomunni Líf okkar og boðun. Þeir ættu að fara yfir leiðbeiningarnar um verkefni sín sem gefnar eru í Líf okkar og boðunvinnubók fyrir samkomur (hér eftir nefnd Vinnubókin). Bjóða ætti öllum boðberum að taka að sér nemendaverkefni. Aðrir sem sækja safnaðar­samkomur reglulega geta fengið nemenda­verkefni ef þeir eru sammála kenningum Biblíunnar og líf þeirra samræmist kristnum meginreglum. Umsjónarmaður samkomunnar Líf okkar og boðun ætti að ræða um skilyrðin fyrir þátttöku við einstakling sem er ekki boðberi en langar til að fá verkefni, og láta hann svo vita hvort hann uppfyllir kröfurnar. Þetta ætti að gera að þeim viðstöddum sem eru með hann í biblíunámi (eða að viðstöddu foreldri sem er vottur). Skilyrðin eru þau sömu og gerð eru til þeirra sem vilja verða óskírðir boðberar. – od kafli 8 grein 8.

 INNGANGSORÐ

2. Ein mínúta. Eftir söng og bæn segir fundarstjóri samkomunnar fáein orð til að vekja áhuga á því sem er á dagskrá. Fundarstjóri ætti að leggja áherslu á þau atriði sem söfnuð­urinn hefur mest gagn af.

  FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

 3Ræða: Tíu mínútur. Þema og yfirlit yfir tvö eða þrjú aðalatriði eru tiltekin í Vinnubókinni. Öldungur eða hæfur safnaðarþjónn flytur ræðuna. Þegar byrjað er að lesa nýja biblíubók er sýnt myndband til að kynna hana. Ræðu­maður­inn getur bent á hliðstæður með myndskeiðinu og þemanu. Hann á þó að gæta þess að fara yfir atriðin sem koma fram í Vinnubókinni. Eftir því sem tími leyfir ætti hann líka að nýta sér myndirnar sem eru gerðar til að styðja efnið sem er til umfjöllunar. Hann getur bætt við efni svo framarlega sem það styður uppbyggingu efnisins í ræðudrögunum.

 4Andlegir gimsteinar: Tíu mínútur. Öldungur eða hæfur safnaðarþjónn sér um þennan dagskrárlið sem er í formi spurninga og svara, án inngangs eða niðurlags. Hann ætti að spyrja beggja spurninganna. Hann getur líka ákveðið hvort nauðsynlegt sé að lesa biblíu­versin sem vísað er til. Hvert svar ætti ekki að vera lengra en 30 sekúndur.

 5Biblíulestur: Fjórar mínútur. Þetta nemandaverkefni er í höndum karlkyns nemanda. Hann les upp úthlutað efni án inngangs og niðurlags. Fundarstjóri samkomunnar er vakandi fyrir að hjálpa nemendunum að lesa eðlilega, lipurlega, af nákvæmni, með skilningi og réttum merkingar­áherslum, raddbrigðum og málhléum. Biblíulestrarverkefnin eru mislöng og umsjónar­maður samkomunnar Líf okkar og boðun ætti að taka mið af hæfni nemenda þegar hann úthlutar þeim.

 LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

6. Fimmtán mínútur. Þessi samkomuhluti er ætlaður til að gefa öllum tækifæri til að æfa sig og verða hæfari að boða trúna og kenna. Öldungar geta fengið nemendaverkefni ef þörf krefur. Nemendur ættu að vinna að þeim þjálfunarlið í bæklingnum Að lesa og kenna eða Elskum fólk sem gefinn er upp innan sviga með verkefninu í Vinnubókinni. Stundum eru verkefni tilgreind sem umræður. Slík verkefni á að fela öldungi eða hæfum safnaðarþjóni. – Sjá  grein 15 þar sem útskýrt er hvernig eigi að fara með verkefni sem kallast umræður.

 7Að hefja samræður: Fela má nemendum af báðum kynjum þetta verkefni. Aðstoðar­maður á að vera af sama kyni og nemandinn eða af sömu fjölskyldu og hann. Nemandi og aðstoðarmaður mega sitja eða standa. – Nánari upplýsingar um efni og sviðsetningu er að finna í  grein 12 og  13.

 8Eftirfylgni: Fela má nemendum af báðum kynjum þetta verkefni. Aðstoðarmaður á að vera af sama kyni og nemandinn. (km 5/97 bls. 2) Nemandinn og aðstoðarmaðurinn mega sitja eða standa. Nemandinn ætti að sýna hvað hægt er að segja þegar fyrra samtali er fylgt eftir. – Nánari upplýsingar um efni og sviðsetningu er að finna í  grein 12 og  13.

 9Að gera fólk að lærisveinum: Fela má nemendum af báðum kynjum þetta verkefni. Aðstoðarmaður á að vera af sama kyni og nemandinn. (km 5/97 p. 2) Nemandinn og aðstoðarmaðurinn mega sitja eða standa. Sýna á hluta af biblíunámskeiði sem er þegar byrjað. Ekki er þörf á inngangi eða niðurlagi nema nemandinn sé að vinna að þjálfunarlið um annað hvort. Ekki er nauðsynlegt að lesa allt úthlutað efni þótt megi gera það.

 10Að gera grein fyrir trú sinni: Þegar þetta verkefni á að vera í formi ræðu skal fela það karlkyns nemanda. Þegar það á að vera í formi sýnidæmis má fela það nemanda af hvoru kyni sem er. Aðstoðarmaður á að vera af sama kyni og nemandinn eða í fjölskyld­unni. Nemandinn á að gefa skýrt og háttvíslegt svar við spurningunni sem er þema verk­efnisins og nota uppgefið efni. Nemandinn ræður því hvort hann vísar í ritið sem tilgreint er.

 11Ræða. Karlkyns nemandi á að sjá um þetta verkefni og það á að flytja það sem ræðu fyrir söfnuðinum. Þegar ræðan er byggð á atriði í viðauka bæklingsins Elskum fólk á nem­andinn að leggja áherslu á hvernig hægt er að nota ákveðin vers í boðuninni. Hann getur til dæmis útskýrt hvernig megi nota vers, hvað það merki og hvernig hægt sé að rökræða út af því. Þegar ræðan er byggð á atriði í námskafla í bæklingnum Elskum fólk á nem­andinn að sýna hvernig hægt sé að nota þetta atriði í boðuninni. Hann gæti lagt áherslu á dæmið sem gefið er upp í 1. lið námskaflans eða önnur vers sem gefin eru upp í kaflanum ef það hentar.

   12Innihald: Efnið í þessari tölugrein og þeirri næstu á við verkefni í flokkunum „Að hefja samræður“ og „Eftirfylgni“. Nema annað sé tekið fram er markmið nemandans að koma á framfæri einföldum biblíusannindum sem skipta máli fyrir viðmælandann og leggja grund­völl að samræðum síðar. Nemandinn ætti að velja efni sem er tímabært og á við á staðn­um. Hann ræður hvort hann býður rit eða sýnir myndband úr verkfærakistunni. Nemandinn ætti ekki að fara með kynningu sem hann hefur lagt á minnið heldur æfa sig í samræðulist eins og að sýna persónulegan áhuga og vera eðlilegur.

   13Sviðsetningar: Nemandinn ætti að laga uppgefna sviðsetningu að aðstæðum á svæðinu. Dæmi:

  1.  (1) Hús úr húsi: Þessi sviðsetning á við um boðun hús úr húsi – hvort heldur gengið er í hús, vitnað símleiðis eða skrifuð bréf – og um að fylgja eftir fyrra samtali við mann­eskju sem rætt var við í boðuninni hús úr húsi.

  2.  (2) Vitnað óformlega: Þessi sviðsetning snýst um að grípa tækifæri sem gefast til að beina venjulegu spjalli inn á þá braut að segja frá sannleikanum. Sem dæmi má nefna að koma biblíulegri hugmynd á framfæri við einhvern sem maður hittir á vinnustað, í skóla, í hverfinu, í strætisvagni eða annars staðar þar sem maður er staddur í dagsins önn.

  3.  (3) Vitnað á almannafæri: Þessi sviðsetning á við um trillustarf, fyrirtækjastarf, götustarf eða boðun í almenningsgörðum, á bílastæðum eða annars staðar þar sem fólk er að finna.

 14Að nota myndbönd og rit: Ef við á getur nemandi valið að sýna myndband eða bjóða rit. Ef gefið er upp í nemendaverkefni að sýna myndband eða ef nemandinn ákveður að gera það ætti hann að kynna myndbandið og ræða það en ekki spila það.

  LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

15. Að söng loknum eru notaðar 15 mínútur undir einn eða tvo dagskrárliði sem hjálpa áheyrendum að fylgja orði Guðs. Nema annað sé tekið fram má fela öldungum eða hæfum safnaðarþjónum þessi verkefni. Þegar rætt er um þarfir safnaðarins ætti öldungur að sjá um það. Ef tekið er fram að verkefnið eigi að vera umræður má sá sem sér um það spyrja spurninga hvenær sem er auk þeirra spurninga sem gefnar eru upp í verk­efnis­lýsingunni. Inngangurinn á að vera stuttur þannig að nægur tími gefist til að fara yfir aðalatriðin og gefa áheyrendum tækifæri til að tjá sig. Ef taka á viðtal er æskilegt að við­mælandinn sé á sviðinu frekar en úti í sal, ef þess er kostur.

  16Safnaðarbiblíunám: Þrjátíu mínútur. Hæfur öldungur á að sjá um þetta verkefni. (Hæfir safnaðarþjónar mega sjá um verkefnið ef fáir öldungar eru í söfnuðinum.) Öldunga­ráðið ákveður hverjir eru hæfir til að stjórna safnaðarbiblíunáminu. Þeir sem eru valdir til þess ættu að koma efninu sem best til skila með því að halda sig innan tímamarka, leggja áherslu á lykilvers og sýna viðstöddum fram á hagnýtt gildi efnisins. Þeir sem eru valdir til að sjá um þetta verkefni geta fundið góð ráð í leiðbeiningum um verkefni sem byggjast á spurningum og svörum. (w23.04 bls. 24, rammi) Þegar góðri yfirferð yfir úthlutað efni er lokið er engin þörf á að teygja lopann. Nota ætti mismunandi stjórnendur og lesara í hverri viku ef hægt er. Ef fundarstjóri samkomunnar Líf okkar og boðun telur þörf á að stytta námið þarf stjórnandinn að ákveða hvernig hann gerir það. Hann gæti valið að sleppa því að lesa sumar tölugreinar.

  NIÐURLAGSORÐ

17. Þrjár mínútur. Fundarstjóri rifjar upp atriði á samkomu kvöldsins sem voru sérstaklega gagn­leg. Hann gæti kynnt stuttlega það sem er á dagskrá næstu viku. Ef tími leyfir gæti hann minnt á hvaða nemendur verða með verkefni í næstu viku. Nema annað sé tekið fram á fundarstjóri samkomunnar að lesa upp tilkynningar og nauðsynleg bréf í lok sam­komunnar. Ekki á að lesa upp tilkynningar um hefðbundin mál eins og skipulag á boðun­inni og þrif heldur nota tilkynningatöfluna til að gera grein fyrir því. Ef fundar­stjórinn sér fram á að tíminn nægi ekki til að lesa upp nauðsynlegar tilkynningar eða bréf ætti hann að biðja bræðurna sem eru með verkefni á samkomunni undir liðnum Líf okkar í kristinni þjónustu að stytta mál sitt eftir þörfum. (Sjá  greinar 16 og  19.) Samkomunni er lokið með söng og bæn.

  HRÓS OG LEIÐBEININGAR

18. Eftir hvert nemendaverkefni notar fundarstjóri samkomunnar Líf okkar og boðun um það bil mínútu til að hrósa nemandanum og gefa honum leiðbeiningar byggðar á úthlut­uð­um þjálfunarlið. Fundarstjórinn nefnir ekki þjálfunarliðinn þegar hann kynnir nemenda­verk­efnið. Þegar verkefninu er lokið og hann hefur hrósað eftir því sem við á getur hann nefnt þjálfunarliðinn og sýnt fram á hvernig nemandinn stóð sig vel eða nefnt vingjarnlega hvers vegna og hvernig gæti verið gagnlegt að vinna áfram að sama þjálfunarlið. Fundarstjórinn getur líka nefnt aðra þætti við verkefnið ef hann telur að það geti gagnast nemandanum eða áheyrendum. Eftir samkomuna eða síðar má veita nemandanum nánari uppbyggilegar leiðbeiningar einslega um viðeigandi þjálfunarlið eða eitthvað annað, byggt á Kennslu­bæklingn­um, bæklingnum Elskum fólk eða Boðunarskóla­bókinni. – Sjá frekari leiðbein­ingar um hlut­verk fundarstjóra samkomunnar Líf okkar og boðun og aðstoðarleiðbeinanda í  grein 19,  24 og  25.

     TÍMAMÖRK

19Ekkert verkefni ætti að fara yfir tímamörk, ekki heldur leiðbeiningar fundarstjórans. Þó svo að tímalengd hvers verkefnis sé tiltekin í Vinnubókinni er engin ástæða til að full­nýta tímann og bæta nokkru við ef búið er að fara nægilega vel yfir efnið. Ef þátt­tak­endur fara yfir tilsett tímamörk ætti fundarstjóri samkomunnar Líf okkar og boðun eða aðstoðarleiðbeinandinn að ræða við þá einslega. (Sjá  greinar 24 og  25.) Öll sam­kom­an, ásamt söngvum og bænum, á að taka 1 klukkustund og 45 mínútur.

 HEIMSÓKN FARANDHIRÐIS

20. Þegar farandhirðir heimsækir söfnuðinn á dagskráin að fara fram eins og lýst er í Vinnubókinni en með eftirfarandi undantekningum: Safnaðarbiblíunámið fellur niður og í staðinn flytur farandhirðirinn 30 mínútna þjónusturæðu. Fyrir þjónustu­ræð­una rifjar fundar­stjóri upp helstu atriði sem fjallað hefur verið um á samkomunni, minnist á það sem verður á dagskrá í næstu viku, les nauðsynlegar tilkynningar og bréf og kynnir síðan farandhirðinn. Eftir þjón­usturæðuna lýkur farandhirðirinn samkomunni með söng að eigin vali. Hann getur boðið öðrum bróður að ljúka með bæn. Ekki á að flytja nemendaræður á tungumáli safnað­arins í öðrum kennslu­stofum þegar farandhirðir heimsækir söfnuðinn. Hópur getur haldið sam­kom­ur sínar meðan á heimsókn farandhirðis stendur í umsjónarsöfnuðinum. Hópurinn á hins vegar að sameinast söfnuðinum fyrir þjónusturæðu farandhirðisins.

 MÓTSVIKA

21. Engar safnaðarsamkomur eru haldnar í vikunni sem svæðis- eða umdæmismót eru haldin. Minna ætti söfnuðinn á að fara yfir samkomuefnið sem er á dagskrá annaðhvort einir eða með fjölskyldunni.

 MINNINGARHÁTÍÐARVIKA

22. Samkoman Líf okkar og boðun er ekki haldin þegar minningarhátíðina ber upp á virkan dag.

 UMSJÓNARMAÐUR SAMKOMUNNAR LÍF OKKAR OG BOÐUN

23. Öldungaráðið velur öldung til að hafa umsjón með samkomunni Líf okkar og boðun. Hann sér um að samkoman sé vel skipulögð og haldin í samræmi við þessar leiðbeiningar. Hann þarf að eiga góð samskipti við aðstoðarleiðbeinandann. Þegar umsjónarmaður sam­komunnar fær Vinnubókina í hendur á hann að úthluta öllum verkefnum fyrir samkomuna í miðri viku fyrir tveggja mánaða tímabilið. Hann úthlutar bæði nemendaverkefnum og hinum verkefnunum. (Sjá  greinar 3-16 og  24.) Við úthlutun verkefna ætti hann að taka mið af aldri nemandans, reynslu og djörfung til að ræða um efnið. Hann ætti að svipað í huga við úthlutun annarra verkefna. Úthluta skal verkefnum að minnsta kosti þrem vikum áður en þau eru á dagskrá. Nota skal eyðublaðið Verkefni á samkomunni Líf okkar og boðun (S-89) til að úthluta nemendaverkefnum. Umsjónarmaður samkom­unn­ar Líf okkar og boðun sér til þess að dagskrá fyrir alla samkomuna verði sett á upplýsinga­töfluna. Öldungaráðið getur valið annan öldung eða safnaðarþjón til að aðstoða hann. Þó eiga aðeins öldungar að úthluta verkefnum sem eru ekki nemendaverkefni.

    FUNDARSTJÓRI SAMKOMUNNAR LÍF OKKAR OG BOÐUN

24. Fundarstjóri er valinn fyrir hverja viku til að stýra samkomunni Líf okkar og boðun. (Ef öldungar eru fáir má eftir þörfum nota hæfa safnaðarþjóna.) Hann hefur það verkefni að undirbúa inngangs- og niðurlagsorð. Hann kynnir líka alla dagskrárliðina. Ef öldungaráðið er fámennt má vera að hann annist fleiri kennsluverkefni á samkomunni, sérstaklega þau sem eru með myndskeiði sem er sýnt án þess að umræður fari fram. Athugasemdir hans milli atriða ættu að vera mjög stuttar. Öldungaráðið ákveður hvaða öldungar séu hæfir til að fara með þetta hlutverk. Öldungarnir sem valdir eru ættu yfirleitt að skiptast á að vera fundarstjórar. Ef aðstæður leyfa mætti umsjónarmaður samkomunnar vera fundarstjóri oftar en hinir öldungarnir sem valdir eru. Ef öldungur er hæfur til að stjórna safnaðarbiblíu­náminu er hann líklega einnig hæfur til að vera fundarstjóri á samkomunni. Hafið þó í huga að öldungurinn sem er fundarstjóri á samkomunni á, eftir því sem þörf krefur, að gefa þeim sem eru með nemendaverkefni gagnlegar leiðbeiningar á kærleiksríkan hátt. Fundarstjór­inn á einnig að sjá til þess að samkomunni ljúki á réttum tíma. (Sjá  grein 17 og  19.) Ef fundarstjórinn vill og það er pláss til má hafa hljóðnema á hljóðnemastandi á sviðinu sem hann notar til að kynna næsta dagskrárlið meðan bróðirinn sem sér um það verkefni er að koma sér fyrir á sviðinu. Eins getur verið að fundarstjórinn vilji sitja við borð meðan nem­andi sér um biblíulesturinn og verkefni eru flutt á samkomuhlutanum Leggðu þig fram við að boða trúna. Það getur sparað tíma.

   AÐSTOÐARLEIÐBEINANDI

25. Ef þess er kostur er æskilegt að velja öldung sem er reyndur ræðumaður í þetta hlut­verk. Aðstoðarleiðbeinandinn leiðbeinir einslega og eftir þörfum þeim öldungum og safn­aðarþjónum sem eru með verkefni á sviðinu. Þetta gildir um verkefni á samkomunni Líf okkar og boðun, opinbera fyrirlestra og að stjórna eða lesa í Varðturnsnáminu eða safn­aðarbiblíunáminu. (Sjá  grein 19.) Ef margir öldungar í söfnuðinum eru færir ræðumenn og kennarar geta þeir sinnt þessu verkefni eitt ár í senn. Aðstoðarleiðbeinandinn þarf ekki að gefa leiðbeiningar eftir hvert einasta verkefni.

 FLEIRI KENNSLUSTOFUR

26. Ef nógu margir nemendur eru skráðir má vera með fleiri kennslustofur. Í hverri kennslustofu ætti að vera hæfur leiðbeinandi, helst öldungur. Ef þörf krefur má fela mjög hæfum safnaðarþjóni að annast þetta verkefni. Öldungaráðið á að ákveða hverjir fara með verkefnið og hvort leiðbeinendur skiptast á eða ekki. Leiðbeinandinn á að fylgja leið­bein­ingunum í  grein 18. Ef kennt er í fleiri kennslustofum á að biðja nemendur að ganga til kennslustofu sinnar eftir dagskrárliðinn Andlegir gimsteinar sem er á fyrsta hluta sam­kom­unnar Fjársjóðir í orði Guðs. Þeir ganga svo aftur í aðalsalinn eftir að síðasta nemenda­verkefninu lýkur.

 MYNDSKEIÐ

27. Valin myndskeið eru sýnd á þessari samkomu. Myndskeiðin fyrir samkomur í miðri viku eru aðgengileg í JW Library®-appinu og eftir ýmsum öðrum leiðum.

© 2023 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania

S-38-IC 11/23